- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 469
Mánudaginn 12. desember 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
a. Endurskoðun aðalskipulags.
b. Deiliskipulag í vinnslu.
c. Erindi frá Pawel Zadkowski.
Dagskrárlið frestað til næsta fundar vegna forfalla skipulagsfulltrúa.
Stjórn Útgerðarminjasafnsins kom á fund sveitarstjórnar og kynnti starfsemi safnins og hugmynd um byggingu sjóbúðar yfir bátinn Hermann TH-34. Sveitarstjórn líst vel á hugmyndir um uppbyggingu við safnið og mun stjórn safnsins vinna áfram að fjáröflun og framgangi verkefnisins.
Fundargerð lögð fram.
Í lið 1 er Guðjóni Arnari Þórsteinssyni veitt byggingarleyfi vegna niðurrifs geymslu á Bárðartjörn (matshluta 02, eldra íbúðarhús).
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda inn umsögn um Grænbókina í samráðsgátt stjórnvalda.
Fjárhagsáætlun 2023 – 2026, lykiltölur:
(Allar fjárhæðir í þús. kr.)
A-hluti sveitarsjóðs: |
||||
2023 |
2024 |
2025 |
2026 |
|
|
|
|
|
|
Rekstrartekjur ........................................ |
544.419 |
563.474 |
579.561 |
594.050 |
Rekstrargjöld ......................................... |
(531.433) |
(552.159) |
(565.884) |
(579.447) |
Fjármagnsliðir ....................................... |
(5.673) |
(7.672) |
(8.763) |
(8.982) |
Rekstrarniðurstaða |
7.313 |
3.643 |
4.914 |
5.620 |
Samstæða A og B hluti: |
||||
2023 |
2024 |
2025 |
2026 |
|
|
|
|
|
|
Rekstrartekjur ........................................ |
743.377 |
769.395 |
790.630 |
810.396 |
Rekstrargjöld ......................................... |
(717.938) |
(744.434) |
(762.027) |
(780.246) |
Fjármagnsliðir ....................................... |
(14.727) |
(17.042) |
(18.368) |
(18.828) |
Rekstrarniðurstaða |
10.712 |
7.919 |
10.235 |
11.322 |
|
||||
Lykiltölur úr sjóðstreymi: |
|
|||
2023 |
2024 |
2025 |
2026 |
|
|
||||
Veltufé frá rekstri ................................. |
28.047 |
32.675 |
39.288 |
40.689 |
Handbært fé frá rekstri ........................ |
26.918 |
22.312 |
36.591 |
39.731 |
Fjárfestingarhreyfingar ........................ |
(38.700) |
(20.000) |
(18.500) |
(22.500) |
Fjármögnunarhreyfingar ...................... |
11.782 |
(2.312) |
(18.091) |
(17.231) |
Handbært fé í árslok ............................ |
15.000 |
15.000 |
15.000 |
15.000 |
|
||||
Aðrar lykiltölur: |
|
|||
Eiginfjárhlutfall ..................................... |
51,8% |
52,5% |
54,0% |
55,2% |
Skuldaviðmið ......................................... |
45,6% |
43,3% |
40,5% |
38,2% |
Síðari umræðu lokið.
Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:51.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson