- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 471
Mánudaginn 9. janúar 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
a. Endurskoðun aðalskipulags.
Farið yfir forsendur og sjónarmið er varða endurskoðun aðalskipulags Grýtubakkahrepps.
b. Deiliskipulag í vinnslu.
Farið yfir stöðu deiliskipulagsvinnu vegna íbúðarbyggðar í brekkunni sunnan Gamla skóla. Áfram verður unnið að málinu.
c. Erindi frá Pawel Zadkowski.
Sveitarstjórn samþykkir að gera breytingu á aðalskipulagi á svæði ofan Lundsbrautar, þar sem afmarkað verður svæði fyrir verslun og þjónustu, sem heimilar byggingu smáhýsa/gistiskála fyrir ferðamenn. Skipulagsbreytingin verði unnin á kostnað framkvæmdaraðila.
d. Lóðarumsóknir.
1. Stórasvæði 5 og 7
Trégrip ehf., kt. 680999-2609, sækir um lóðirnar nr. 5 og 7 við Stórasvæði til byggingar á íbúðarhúsnæði. Sveitarstjórn samþykkir umsóknina og úthlutar lóðunum nr. 5 og 7 við Stórasvæði til Trégrips ehf.
2. Lækjarvellir 13
Sverrir Björgvinsson, kt. 190170-5869, sækir um lóðina nr. 13 við Lækjarvelli til byggingar á íbúðarhúsnæði. Sveitarstjórn samþykkir umsóknina og úthlutar lóðinni nr. 13 við Lækjarvelli til Sverris Björgvinssonar.
Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi sat fundinn undir dagskrárlið nr. 1.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Erindi lagt fram.
Með bréfi Matvælaráðuneytis dags. 12. des. 2022, er boðuð úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2022/2023 og koma 141 þorskígildistonn í hlut Grýtubakkahrepps. Jafnframt er óskað eftir sérreglum sveitarstjórna og bókar sveitarstjórn Grýtubakkahrepps eftirfarandi er varðar sérreglur við úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu;
Þar sem afla Grenivíkurbáta er almennt landað annarsstaðar og ekið til vinnslu á Grenivík, samþykkir sveitarstjórn að eftirfarandi sérreglur gildi um úthlutun byggðakvóta hreppsins:
1/3 hluta kvótans skal deila jafnt milli þeirra skipa sem sækja um byggðakvóta og eiga heimahöfn í Grýtubakkahreppi.
2/3 hlutum kvótans, skal skipta í hlutfalli við úthlutað aflamark sömu skipa fiskveiðiárið 2022/2023
Að öðru leyti fer eftir reglugerð um úthlutun byggðakvóta nr. 1370/2022 og lögum um stjórn fiskveiða.
Reglur um frístundastyrk 2023 staðfestar. Upphæð styrks hækkar um 10% og er nú kr. 33.000,- pr. barn á grunnskólaaldri.
Húsnæðisstuðningur verður áfram 50% af leigu, þó að hámarki kr. 25.000,- á mánuði.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:20.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.