- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 473
Mánudaginn 6. febrúar 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Frestað til næsta fundar vegna forfalla sýslumanns.
Fundargerðir lagðar fram. Í 24. lið fundargerðar frá 27. jan., er Fjóla Stefánsdóttir tilnefnd í starfshóp um endurskoðun sveitarstjórnarlaga.
Fundargerðir lagðar fram.
Erindi lagt fram. Fjóla Stefánsdóttir verður fulltrúi Grýtubakkahrepps á þinginu.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu í samstarfi við SSNE.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram. Afgreiðslu frestað.
Skýrsla lögð fram. Í skýrslunni kemur fram að kostnaður vegna húshitunar er óvíða hærri en í Grýtubakkahreppi og hefur ekki lækkað með árunum eins og væntingar voru um. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með stjórn og framkvæmdastjóra Norðurorku til að ræða húshitunarkostnað.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:47.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.