Sveitarstjórnarfundur nr. 475

06.03.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 475

Mánudaginn 6. mars 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson, Inga María Sigurbjörnsdóttir og Sigrún Björnsdóttir sem mætti í fjarveru Þorgeirs R. Finnssonar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 28. feb. 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 1. mars 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 24. jan. 2023.

Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn furðar sig á að skv. dagsrárlið nr. 2 um þjónustukönnun Gallup fyrir Norðurorku, virðist íbúum Grýtubakkahrepps ekki hafa verið boðin þátttaka í könnuninni.

  1. Fundargerð 51. afgreiðslufundar SBE, dags. 3. mars 2023.

Fundargerð lögð fram. Í dagskrárlið 1 er Jóhanni Kristjáni Einarssyni kt. 230652-3769, Tungusíðu 30, 603 Akureyri, veitt byggingarheimild vegna nýbyggingar 29,3 fm. geymsluskúrs á lóðinni Sunnuhlíð 3 við Grenivík.

  1. Boð á aðalfund Hafnasamlags Norðurlands, haldinn 3. maí 2023.

Þröstur Friðfinnsson sækir fundinn og fer með umboð Grýtubakkahrepps.

  1. Boð á aðalfund Flokkunar Eyjafjarðar ehf, haldinn 9. mars 2023.

Þröstur Friðfinnsson sækir fundinn og fer með umboð Grýtubakkahrepps.

  1. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036, drög til kynningar, dags. 13. feb. 2023.

Svæðisáætlun lögð fram til kynningar. Áætlunin er nú í 6 vikna auglýsingaferli og er m.a. kynnt á vef sveitarfélagsins www.grenivik.is.

  1. Samingur um sameiginlega barnaverndarþjónustu, dags. 5. feb. 2023.

Samningur Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar og Hörgársveitar við Akureyrarbæ um sameiginlega barnaverndarþjónustu, lagður fram. Sveitarstjórn staðfestir samninginn fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Grýtubakkahrepps.

  1. Frá SSNE, Samstarfssamningur um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dags. 2. mars 2023.

Samningur lagður fram. Sveitarstjórn staðfestir samstarfssamninginn fyrir sitt leyti og vísar til endanlegrar afgreiðslu á ársþingi SSNE, 14. – 15. apríl 2023.

  1. Erindi frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis, dags. 28. feb. 2023.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja félagið um kr. 20.000,-.

  1. Sundlaug og líkamsrækt, viðbætur við gjaldskrá, fyrri umræða.

Viðbótarliður við gjaldskrár vegna sameiginlegs aðgangskorts í líkamsrækt og sundlaug. Sveitarstjórn vísar nýjum gjaldskrárlið til síðari umræðu.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:49.

Fundargerð ritaði Þröstur Friðfinnsson.