Sveitarstjórnarfundur nr. 479

08.05.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 479

Mánudaginn 8. maí 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 28. apríl 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 19. apríl 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 3. maí 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 30. mars 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 54. afgreiðslufundar SBE, dags. 5. maí 2023.

Fundargerð lögð fram. Í lið 1 er Landsbyggðarhúsum ehf, kt. 540922-1870, veitt byggingarleyfi vegna nýbyggingar 179,3 fm einbýlishúss á lóðinni Höfðagötu 4 á Grenivík.

  1. Skipulagsmál.

a. Breyting á aðalskipulagi, deiliskipulag ferðaþjónustusvæðis á Grenivík, skipulagslýsing, apríl 2023.

Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar gestahúsa fyrir ferðaþjónustu á Grenivík. Skipulagsverkefnið nær til deiliskipulags fyrir fimm gestahús auk tilheyrandi breytinga á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022. Skipulagslýsingin er unnin af Árna Ólafssyni hjá Teikna og er dagsett í apríl 2023.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa skipulagslýsingunni í kynningarferli skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

b. Lóðarumsókn, lóð fyrir dreifistöð rafkerfis, Rarik.

Fyrir fundinum liggur erindi frá Rögnvaldi Guðmundssyni sem f.h. Rarik óskar eftir skráningu lóðar fyrir dreifistöð rafkerfis úr landi Lunds skv. lóðarblaði Rarik teikninr. 2023-0192-0601.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

  1. Erindi frá VÍN, Vinum íslenskrar náttúru, skipulag skógræktar, dags. 4. maí 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á ársfund Náttúruhamfaratryggingar Íslands, haldinn 25. maí 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf., haldinn 9. maí 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á aðalfund Markaðsstofu Norðurlands, haldinn 16. maí 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á aðalfund Sparisjóðs Höfðhverfinga, haldinn 11. maí 2023.

Erindi lagt fram. Þorgeir Rúnar Finnsson fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

  1. Boð á vorfund Almannavarnarnefndar NLE., haldinn 17. maí 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Laun í vinnuskóla Grýtubakkahrepps, sumarið 2023.

Laun með orlofi sumarið 2023 verða þannig:

       Dagvinna        Yfirvinna

14 ára á árinu kr. 1.142,67     kr. 1.929,54

15 ára á árinu kr. 1.323,10     kr. 2.234,20

16 ára á árinu kr. 1.954,57     kr. 3.300,53

Taflan tekur breytingum með kjarasamningum.

Sveitarstjórn staðfestir launatöfluna.

  1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps fyrir árið 2022 lagður fram, síðari umræða.

Lagður fram ársreikningur 2022, ásamt endurskoðunarskýrslu, skuldbindingayfirliti og staðfestingarbréfi stjórnenda.

Helstu niðurstöður eru í þús.kr.:

Sveitarsjóður                                      A hluti                      A og B hluti saman

Rekstrartekjur alls                             514.951                         716.238

Rekstrargjöld alls                              526.608                         719.671

Fjárm.tekjur og (fjármagnsgjöld)            (929)                         (13.592)

Rekstrarniðurstaða (neikvæð)           (12.585)                         (17.025)

Eigið fé í árslok                                                                        431.482 (53,6%)

Ársreikningur samþykktur og undirritaður, skuldbindingayfirlit einnig undirritað.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:06.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.