- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 479
Mánudaginn 8. maí 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram. Í lið 1 er Landsbyggðarhúsum ehf, kt. 540922-1870, veitt byggingarleyfi vegna nýbyggingar 179,3 fm einbýlishúss á lóðinni Höfðagötu 4 á Grenivík.
a. Breyting á aðalskipulagi, deiliskipulag ferðaþjónustusvæðis á Grenivík, skipulagslýsing, apríl 2023.
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar gestahúsa fyrir ferðaþjónustu á Grenivík. Skipulagsverkefnið nær til deiliskipulags fyrir fimm gestahús auk tilheyrandi breytinga á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022. Skipulagslýsingin er unnin af Árna Ólafssyni hjá Teikna og er dagsett í apríl 2023.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa skipulagslýsingunni í kynningarferli skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
b. Lóðarumsókn, lóð fyrir dreifistöð rafkerfis, Rarik.
Fyrir fundinum liggur erindi frá Rögnvaldi Guðmundssyni sem f.h. Rarik óskar eftir skráningu lóðar fyrir dreifistöð rafkerfis úr landi Lunds skv. lóðarblaði Rarik teikninr. 2023-0192-0601.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram. Þorgeir Rúnar Finnsson fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.
Erindi lagt fram.
Laun með orlofi sumarið 2023 verða þannig:
Dagvinna Yfirvinna
14 ára á árinu kr. 1.142,67 kr. 1.929,54
15 ára á árinu kr. 1.323,10 kr. 2.234,20
16 ára á árinu kr. 1.954,57 kr. 3.300,53
Taflan tekur breytingum með kjarasamningum.
Sveitarstjórn staðfestir launatöfluna.
Lagður fram ársreikningur 2022, ásamt endurskoðunarskýrslu, skuldbindingayfirliti og staðfestingarbréfi stjórnenda.
Helstu niðurstöður eru í þús.kr.:
Sveitarsjóður A hluti A og B hluti saman
Rekstrartekjur alls 514.951 716.238
Rekstrargjöld alls 526.608 719.671
Fjárm.tekjur og (fjármagnsgjöld) (929) (13.592)
Rekstrarniðurstaða (neikvæð) (12.585) (17.025)
Eigið fé í árslok 431.482 (53,6%)
Ársreikningur samþykktur og undirritaður, skuldbindingayfirlit einnig undirritað.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:06.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.