- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 484
Mánudaginn 21. ágúst 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerð lögð fram.
Skýrsla lögð fram.
Skýrsla lögð fram.
a. Lóðarumsókn, Lækjarvellir 17 og 19.
Landsbyggðarhús ehf., kt. 540922-1870, sækja um lóðirnar nr. 17 og 19 við Lækjarvelli til byggingar á 6 íbúða raðhúsi.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina og úthlutar lóðunum Lækjarvellir 17 og 19 til Landsbyggðarhúsa ehf.
b. Lóðarumsókn, Sæland 14.
Hörður Guðmundsson og Kolbrún Hlín Stefánsdóttir sækja um lóðina nr. 14 við Sæland til byggingar á einbýlishúsi.
Ekki er hægt að sækja um lóðina, þar sem hún er ekki til á skipulagi.
c. Önnur skipulagsmál.
Unnið er að deiliskipulagi og breytingum á aðalskipulagi vegna ferðaþjónustusvæðis sem kynnt var með skipulagslýsingu í maí 2023. Unnið verður að skipulagstillögum, í samræmi við umræður á fundinum og með hliðsjón af innsendum umsögnum um skipulagslýsinguna.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram.
Drög að samningi lögð fram. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samráði við samstarfssveitarfélög. Fyrri umræðu lokið og málinu vísað til síðari umræðu.
Oddviti leitar afbrigða til að taka mál nr. 9 á dagskrá.
Afbrigði samþykkt.
Í febrúar sl. boðaði Pósturinn breytingar á póstþjónustu á Grenivík og sagði upp samningi við þjónustuaðila sinn á staðnum, Jónsabúð, með 6 mánaða fyrirvara. Sveitarstjórn óskaði þegar eftir fundi með innviðaráðherra um framtíð póstþjónustu og var sá fundur í lok mars. Voru þar reifaðar ýmsar hugmyndir sveitarstjórnar að breytingum á póstþjónustu með það að markmiði að bæta póstþjónustu en jafnframt að gera hana hagkvæmari.
Í mars sendi sveitarstjórn Byggðastofnun, að ósk stofnunarinnar, ítarlega umsögn um boðaða breytingu á þjónustu póstsins. Einnig fór erindi á stjórnarformann Póstsins og þingmenn kjördæmisins voru upplýstir um stöðu mála.
Skemmst er frá að segja að í engu hefur verið kvikað frá upphaflegum hugmyndum Póstins um þjónustuskerðingu við íbúa Grenivíkur og munu þær koma til framkvæmda nú 1. september skv. frétt á heimasíðu fyrirtækisins. Eftir því sem næst verður komist, hefur Byggðastofnun þó ekki enn lagt blessun sína yfir boðaðar breytingar.
Sveitarstjórn harmar og er raunar verulega hugsi yfir því að lítil sem engin viðbrögð hafa komið frá ofangreindum aðilum við erindum hennar. Sveitarstjórn furðar sig á því áhugaleysi og ráðaleysi sem einkennir málið, enda um að ræða mikilvæga þjónustustofnun á vegum ríkisins. Erfitt er að sjá hvernig skerðingar á póstþjónustu, bæði áður fram komnar og nú boðaðar, samrýmast opinberri stefnu um þjónustu til handa íbúum landsins.
Byggðastefna og boðaður réttur íbúa landsins til samsvarandi þjónustu óháð búsetu er lítils virði sem orð á blaði, ef framkvæmdin er á allt annan veg.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:39.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson