- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 490
Mánudaginn 20. nóvember 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Áður en gengið var til dagskrár, voru aðstæður Grindvíkinga ræddar og sveitarstjórn bókaði eftirfarandi:
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps sendir hlýjar stuðningskveðjur til íbúa Grindavíkur og býður fram alla þá aðstoð sem hún getur veitt, t.d. við öflun húsnæðis í hreppnum og pláss í skóla og leikskóla ef eftir því verður leitað.
Stjórn Útgerðarminjasafnsins kom á fund sveitarstjórnar og fór yfir stöðu á verkefni sem snýr að byggingu sjóbúðar yfir bátinn Hermann TH-34. Ágætlega gengur að fjármagna verkefnið, þó enn vanti nokkuð upp á til að klára það. Sveitarstjórn tók vel í málaleitan stjórnar safnsins.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerðir lagðar fram. Í lið 1 á 62. fundi tilkynnir Böggull ehf., kt. 531101-2190, um endurbætur á parhúsi og geymsluskúr á lóðunum Ægissíðu 28 og 30, og í lið 2 er Halldóri Sigurbirni Höskuldssyni, kt. 220957-4629, veitt byggingarheimild vegna 99,9 fm bílgeymslu sem byggja á við íbúðarhúsið í Réttarholti II.
Fundargerð lögð fram.
Sveitarstjórn hefur á fyrri stigum málsins skilað inn ítarlegum umsögnum um frumvarpið. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda inn umsögn sem byggir á fyrri umsögnum.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir meðal annars að slökkt verði á ljósastaurum í eina klukkustund á meðan á viðburðinum stendur.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja málefnið um kr. 75.000,- og rúmast það innan fjárhagsáætlunar.
Afgreiðslu frestað.
Álagningarhlutfall gjalda hjá Grýtubakkahreppi 2024
Útsvarsprósenta (hámark) 14,74%
Fasteignaskattur A 0,48%
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B (opinberar byggingar) 1,32%
Fasteignaskattur C 1,50%
Vatnsskattur 0,15% (var 0,20%)
Lóðarleiga af fasteignamati lóða 0,50% (var 0,75%)
Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,25%
Aukavatnsgjald stórnotenda (fyrirtækja), rúmmálsgjald 20,25 kr/m3
Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík og sveitaheimili kr. 54.886.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur kr. 25.515.-
Endurvinnslutunnur eru losaðar á fjögurra vikna fresti og almennt sorp aðra hverja viku.
Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1 kr. 44.789.-
Flokkur 2 kr. 54.886.-
Flokkur 3 kr. 109.585.-
Flokkur 4 kr. 181.728.-
Flokkur 5 kr. 511.939.-
Flokkur 6 kr. 915.531,-
Sveitarstjórn skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.
Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.600 l kr. 10.583.-
Rotþrær 3.600 l og stærri kr. 15.875.-
Gjald fyrir eyðingu dýrahræja, lagt á heildarfjölda hverrar dýrategundar samkv. forðagæsluskýrslu:
Nautgripir 375 kr/grip Sauðfé og geitur 63 kr/grip
Hross 104 kr/grip Grísir 254 kr/grip
Gjalddagar:
8 gjalddagar frá 01.02.2024-01.09.2024 fyrir kr. 40.001.- og hærra
2 gjalddagar, 01.04.2024 og 01.06.2024 fyrir kr. 10.001-40.000.-
1 gjalddagi, 01.05.2024 fyrir lægra en kr. 10.000.-
Vegna mikillar hækkunar á fasteignamati síðustu ár, sérstaklega á íbúðarhúsnæði á Grenivík, er til mildunar hækkunaráhrifa á gjöld, lækkuð álagningarprósenta vatnsskatts úr 0,20% í 0,15% af fasteignamati og lóðarleiga lækkuð úr 0,75% í 0,50% af fasteignamati lóða.
Sveitarstjórn staðfestir framangreind álagningarhlutföll og gjöld fyrir árið 2024.
Sveitarstjórn staðfestir jafnframt aðrar gjaldskrár og verða þær birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Síðari umræðu frestað.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:09.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.