- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 491
Mánudaginn 11. desember 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerðir lagðar fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Breyting aðalskipulags.
Aðalskipulag Grýtubakkahrepps 2010-2022 - verslunar- og þjónustusvæði við Akurbakkaveg.
Drög/vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna áforma um verslunar- og þjónustusvæði við Akurbakkaveg var kynnt í sept/okt 2023. Fresti til að gera athugasemdir við drögin lauk 12. október sl. og bárust níu ábendingar vegna málsins.
Fyrir fundinum liggur samantekt á innkomnum ábendingum og athugasemdum auk tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022, unnin af Teikna – teiknistofu arkitekta dags. 11.12.2023.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa aðalskipulagstillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Með bréfi Matvælaráðuneytis dags. 1. des. 2023, er boðuð úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2023/2024 og koma 122 þorskígildistonn í hlut Grýtubakkahrepps. Jafnframt er óskað eftir sérreglum sveitarstjórna og bókar sveitarstjórn Grýtubakkahrepps eftirfarandi er varðar sérreglur við úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu;
Þar sem afla Grenivíkurbáta er almennt landað annarsstaðar og ekið til vinnslu á Grenivík, samþykkir sveitarstjórn að eftirfarandi sérreglur gildi um úthlutun byggðakvóta hreppsins:
1/3 hluta kvótans skal deila jafnt milli þeirra skipa sem sækja um byggðakvóta og eiga heimahöfn í Grýtubakkahreppi.
2/3 hlutum kvótans, skal skipta í hlutfalli við úthlutað aflamark sömu skipa fiskveiðiárið 2023/2024
Að öðru leyti fer eftir reglugerð um úthlutun byggðakvóta nr. 851/2023 og lögum um stjórn fiskveiða.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í samstarfi um áframhaldandi þróun Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands.
Sveitarstjórn skipar Þorgeir Rúnar Finnsson sem fulltrúa í stýrihóp vegna verkefnisins.
Fjóla Valborg Stefánsdóttir fer með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Fjárhagsáætlun 2024 – 2027, lykiltölur:
A-hluti sveitarsjóðs: |
|
|
|
|
|
2024 |
2025 |
2026 |
2027 |
|
|
|
||
Rekstrartekjur ........................................ |
631.702 |
645.153 |
663.927 |
680.525 |
Rekstrargjöld ......................................... |
(596.960) |
(612.392) |
(627.502) |
(642.506) |
Fjármagnsliðir ....................................... |
(4.562) |
(4.699) |
(4.821) |
(4.942) |
Rekstrarniðurstaða |
30.180 |
28.062 |
31.604 |
33.078 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Samstæða A og B hluti: |
|
|
|
|
|
2024 |
2025 |
2026 |
2027 |
|
|
|
||
Rekstrartekjur ........................................ |
852.480 |
872.554 |
897.241 |
919.672 |
Rekstrargjöld ......................................... |
(803.506) |
(824.851) |
(845.152) |
(865.467) |
Fjármagnsliðir ....................................... |
(13.960) |
(14.379) |
(14.753) |
(15.121) |
Rekstrarniðurstaða |
35.014 |
33.325 |
37.336 |
39.084 |
|
|
|
|
|
Lykiltölur úr sjóðstreymi: |
|
|
|
|
|
2024 |
2025 |
2026 |
2027 |
|
|
|
|
|
Veltufé frá rekstri ................................. |
68.640 |
59.936 |
65.954 |
73.684 |
Handbært fé frá rekstri ........................ |
64.149 |
55.657 |
68.716 |
69.472 |
Fjárfestingarhreyfingar ........................ |
(53.600) |
(38.500) |
(10.000) |
(11.000) |
Fjármögnunarhreyfingar ...................... |
(13.785) |
(13.910) |
(40.869) |
(13.525) |
Handbært fé í árslok ............................ |
16.764 |
20.011 |
37.858 |
82.806 |
|
|
|
|
|
Aðrar lykiltölur: |
|
|
|
|
Eiginfjárhlutfall ..................................... |
58,0% |
60,0% |
63,6% |
65,5% |
Skuldaviðmið ......................................... |
34,6% |
32,5% |
26,5% |
20,3% |
Síðari umræðu lokið.
Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:48.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.