- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 493
Mánudaginn 8. janúar 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að taka áfram þátt í uppbyggingu VMA í samræmi við íbúafjölda sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið í samræmi við íbúafjölda sveitarfélagsins. Miðað við fyrirliggjandi útreikning í desember 2023 er upphæðin kr. 34.632.- Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Erindi lagt fram.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.
Reglur um frístundastyrk 2024 staðfestar. Upphæð styrks hækkar um 10% og er nú að hámarki kr. 36.300.- pr. barn á grunnskólaaldri.
Húsnæðisstuðningur verður áfram 50% af leigu, þó að hámarki kr. 25.000,- á mánuði.
Farið yfir húsnæðisáætlun Grýtubakkahrepps 2024. Sveitarstjórn staðfestir framlagða áætlun.
Ákvörðun um að taka skammtímafjármögnun hjá Lánasjóði sveitarfélaga:
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 20.000.000,- frá og með 12.01.2024 með gjalddaga 17.04.2024 í samræmi skilmála skammtímaláns sem liggur fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Lánið er tekið á grundvelli langtímalánsumsóknar hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna fjárfestingar sveitarfélagsins, m.a. nýja dráttarvél og leiktæki á skólalóð, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Þresti Friðfinnssyni sveitarstjóra, kt. 260861-2479, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grýtubakkahrepps að undirrita skammtímalánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:07.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson