Sveitarstjórnarfundur nr. 494

22.01.2024 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 494

Mánudaginn 22. janúar 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Inga María Sigurbjörnsdóttir og Sigrún Björnsdóttir og Svala Fanney Snædahl Njálsdóttir sem voru mættar í fjarveru Fjólu V. Stefánsdóttur og forföllum Gunnars B. Pálssonar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:30.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 12. jan. 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 5. jan. 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 12. des. 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Skipulagsmál.

a.  Deiliskipulag við Akurbakkaveg, v. ferðaþjónustusvæðis.

Fyrir fundinum liggur deiliskipulagstillaga á vinnslustigi vegna uppbyggingar ferðaþjónustu við Akurbakkaveg á Grenivík. Tillagan tekur til byggingar fjögurra til fimm gistiskála ásamt þjónustuhúsi alls 250 fm að flatarmáli. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni hjá Teikna dags. 16. janúar 2024. Tillagan er í samræmi við aðalskipulagstillögu sem sveitarstjórn samþykkti að auglýsa skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á fundi sínum 11. desember 2023.

Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagstillögunni skuli vísað í kynningu skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  1. Frá Innviðaráðuneyti, hætt við framlagningu frumvarps um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, dags. 9. jan. 2024.

Erindi lagt fram. Í erindinu kemur fram að hætt sé við framlagningu frumvarps um Jöfnunarsjóð vegna dóms héraðsdóms þar sem ríkinu, vegna Jöfnunarsjóðs, er gert að greiða Reykjavíkurborg umtalsverða fjármuni vegna reksturs grunnskóla á árunum 2015-2019. Í erindinu kemur einnig fram að þessir fjármunir verði teknir af framlögum Jöfnunarsjóðs og verði þannig til þess að lækka framlög til allra annarra sveitarfélaga úr sjóðnum næstu árin.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps leggur áherslu á að ríkið verði að koma að lausn málsins með nýjum fjármunum til Jöfnunarsjóðs svo ekki komi til skerðinga á framlögum sem bitna muni á þjónustu annarra sveitarfélaga við sína íbúa.

  1. Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, boðun á landsþing, haldið 14. mars. 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Frá SSNE, ósk um skipun fulltrúa í fjölmenningarráð SSNE, dags. 19. jan. 2024.

Þröstur Friðfinnsson skipaður í ráðið fyrir hönd Grýtubakkahrepps.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:08.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson