- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 495
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Guðný Sverrisdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri, og Jóhann Ingólfsson, fyrrverandi oddviti, mættu til fundar undir þessum lið. Umræða um upphaflegar forsendur fyrir lagningu Reykjaveitu og enn fremur rætt um kostnað vegna húshitunar í ljósi skýrslu Byggðastofnunar um húshitunarkostnað. Í skýrslunni kemur fram að kostnaður vegna húshitunar í Grýtubakkahreppi er sá þriðja hæsti á landinu. Kostnaður við húshitun er nú til að mynda hærri en á svæðum sem notast við rafhitun, þvert á upphaflegar forsendur.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og útreikninga og útbúa drög að erindi til stjórnar Norðurorku fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Fundargerð lögð fram.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram.
Sveitarstjórn staðfestir reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá Grýtubakkahreppi árið 2024. Viðmiðunarfjárhæðir launa hækka um 10% frá fyrra ári. Reglurnar verða birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:32.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson