- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 499
Mánudaginn 29. apríl 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Þorkell Pálsson, slökkviliðsstjóri, mætti á fund sveitarstjórnar til að fara yfir málið og svara spurningum. Sveitarstjórn þakkar Þorkeli fyrir greinargóð svör. Sveitarstjórn samþykkir að greiða fyrir verklegan hluta náms vettvangsliða í samræmi við erindið, verður það tekið fyrir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Í lið 1 er Pólarhestum ehf., kt. 550502-5850, veitt byggingarheimild vegna endurbyggingar og stækkunar geymsluskemmu á jörðinni Grýtubakka 2.
Í lið 2 er Halldóri Sigurbirni Höskuldssyni, kt. 220957-4629, veitt byggingarheimild vegna byggingar 23,6 fm sólskála við íbúðarhúsið í Réttarholti II.
Í lið 3 er Norðurorku hf., kt. 550978-0169, veitt byggingarheimild vegna reisingar fjarskiptamasturs við íþróttavöll Magna á Grenivík.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
a. Umsókn um stofnun nýrrar landeignar, lóð undir íbúðarhús í Miðvík II, dags. 24. apríl 2024.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og kallar eftir merkjalýsingu vegna málsins skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024.
Sveitarstjórn óskar eftir því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla verði haldin á skrifstofu hreppsins og að sýslumaður skipi kjörstjóra í því skyni. Jafnframt er óskað eftir möguleika á hreyfanlegum kjörstað, þannig að mögulegt verði að greiða atkvæði utan kjörfundar á hjúkrunarheimilinu Grenilundi ef þörf verður á.
Óskir þessar eru settar fram til sýslumanns í samræmi við kosningalög nr. 112/2021, með vísan í grein nr. 69.
Kjörskrá liggur fyrir fundinum, hún hefur verið yfirfarin og er árituð af sveitarstjóra og oddvita. Kjörskrá er nú lögð fram, hún verður opin til skoðunar á skrifstofu Grýtubakkahrepps fram að kosningadegi, 1. júní 2024.
Samningi vísað til síðari umræðu. Sveitarstjóra falið að yfirfara samninginn frekar milli umræðna og vinna að breytingum á honum eftir atvikum, í takt við umræðu á fundinum.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlögð samningsdrög og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Erindi lagt fram.
Sveitarstjórn skipar Þröst Friðfinnson sem áheyrnarfulltrúa í stjórn Norðurorku og Þorgeir Rúnar Finnsson til vara.
Erindi lagt fram. Sveitarstjórn ítrekar þau sjónarmið sem hún kom á framfæri í aðdraganda málsins í september 2022.
Fyrri umræðu lokið og ársreikningi vísað til síðari umræðu.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:09.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.