Sveitarstjórnarfundur nr. 500

13.05.2024 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 500

Mánudaginn 13. maí 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps fyrir árið 2023 lagður fram, síðari umræða.

Níels Guðmundsson endurskoðandi hjá Enor fór yfir ársreikninginn með sveitarstjórn í fjarfundi.

Lagður fram ársreikningur 2023, ásamt endurskoðunarskýrslu, skuldbindingayfirliti og staðfestingarbréfi stjórnenda.

Helstu niðurstöður eru í þús.kr.:

Ársreikningur samþykktur og undirritaður, skuldbindingayfirlit einnig undirritað.

  1. Skipulagsmál.

a.  Ferðaþjónustusvæði við Akurbakkaveg, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag.

Aðal- og deiliskipulagstillaga vegna ferðaþjónustusvæðis við Akurbakkaveg var auglýst skv. 31. gr. og 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var auglýsingatímabilið frá 15. mars til 26. apríl síðastliðinn. Átta erindi bárust á auglýsingatímabilinu og fjallar sveitarstjórn um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer:

1. erindi, sendandi Norðurorka:

Athugasemd: Vegna breytinga á Akurbakkavegi þarf væntanlega að færa hitaveitulögn sem liggur að frístundabyggðinni í Sunnuhlíð úr nýja vegstæðinu og er það gert á kostnað framkvæmdaraðila.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

2. erindi, sendandi RARIK:

Athugasemd: RARIK óskar eftir að haft verði samband við RARIK áður en framkvæmdir hefjast til að hægt verði að upplýsa framkvæmdaraðila um legu háspennustrengs sem liggur samhliða Akurbakkavegi að austan.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

3. erindi, sendandi HNE:

Athugasemd: Minnt er á að sala á gistingu er háð starfsleyfi heilbrigðisnefndar og þarf rekstraraðili að afla sér starfsleyfis áður en starfsemi hefst.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

4. erindi, sendandi Stefán Jóhannesson:

Athugasemd a) Sendandi telur að hæð á skjólbelti skuli miðast við sömu hæð og skjólbelti í sumarhúsahverfinu og einnig fjarlægð gróðurs frá vegi. Hæð skal miðast við grunnplötu húsa. Trjágróður skal vera klippanlegur runnagróður og ekki barrtré. Skal Grýtubakkahreppur sjá um eftirlit með að hæðamörk séu virt og klippingu ef með þarf, á kostnað lóðarhafa.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn telur að 5 m hæðarmörk sem fram koma á deiliskipulagsuppdrætti séu hæfileg til að tryggja að ekki sé gengið á útsýni grannlóða. Sveitarstjórn telur athugasemdina ekki gefa tilefni til breytinga á auglýstum skipulagstillögum.

Athugasemd b) Sendandi telur að staðsetning á þessum húsum hefði verið betur sett norðar Lundar eða austan skólans/sundlaugar með tilliti til útsýnis til framtíðar. Byggingar sem kunna að koma á reit 126 geta skert útsýni frá reit 118.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn telur að vegna hæðarmunar í landi þá muni uppbygging á reit 126 ekki skerða útsýni af reit 118 á verulegan hátt. Sveitarstjórn telur athugasemdina ekki gefa tilefni til breytinga á auglýstum skipulagstillögum.

Athugasemd c) Breyting aðkomu að sumarhúsum. Ægissíða lengist upp í sumarhúsahverfi.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að ekki sé gerð breyting á Ægissíðu eða vegtengingu Sunnuhlíðar í auglýstum skipulagstillögum. Sveitarstjórn telur athugasemdina ekki gefa tilefni til breytinga á auglýstum skipulagstillögum.

 

Ekki eru gerðar athugasemdir við tillögurnar í umsögnum Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Vegagerðarinnar og Skipulagsstofnunar.

 

Sveitarstjórn samþykkir auglýstar aðal- og deiliskipulagstillögur skv. 1. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku skipulaganna.

b.  Sæland 2, Útgerðarminjasafnið á Grenivík, umsókn um byggingarleyfi.

Fyrir fundinum liggja teikningar og afstöðumynd af nýju bátaskýli við Útgerðarminjasafnið á Grenivík.

Sveitarstjórn samþykkir veitingu byggingarleyfis á grundvelli framlagðra gagna fyrir sitt leyti.

c.  Sunnuhlíð 10, smáhýsi umsókn um byggingarleyfi.

Fyrir fundinum liggur erindi frá Hans H Gruenert sem óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingu vinnustofu á lóðinni Sunnuhlíð 10.

Samkvæmt deiliskipulagi Sunnuhlíðar er heimilt að reisa eitt frístundahús og eitt aðstöðuhús á hverri lóð á svæðinu, en á lóðinni Sunnuhlíð 10 standa í dag 119,2 fm frístundahús og 18 fm aðstöðuhús. Heimild deiliskipulags varðandi fjölda húsa er því fullnýtt.

Með vísan í gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 samþykkir sveitarstjórn frávik frá ákvæðum um húsafjölda á lóð í deiliskipulagi Sunnuhlíðar þannig að heimilt verði að reisa vinnustofu á lóðinni til viðbótar við húsakost sem fyrir er. Við þessa ákvörðun horfir sveitarstjórn til þess að húsið samræmist vel öðrum byggingum á lóðinni, að stærð hússins er hófleg (undir 15 fm) og að heildar byggingarmagn á lóðinni að húsinu viðbættu er innan marka deiliskipulags, auk þess sem ekki stafar hávaði eða önnur íþyngjandi áhrif af notkun húsnæðisins.

  1. Fundargerð aðalfundar Landskerfis bókasafna hf., dags. 7. maí 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, dags. 24. apríl 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Þinggerð ársþings SSNE, dags. 19. apríl 2024.

Þinggerðin lögð fram.

  1. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 23. apríl 2024.

Fundargerð lögð fram. Í lið 15 er óskað eftir samþykki sveitarfélaga í Eyjafirði fyrir því að endurskoða fjallskilasamþykkt Eyjafjarðar á vettvangi nefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 30. apríl 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð aðalfundar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 8. maí 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 70. afgreiðslufundar SBE, dags. 3. maí 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Erindi frá Norðurorku, ábyrgðarbeiðni vegna lántöku, dags. 7. maí 2024.

Ákvörðun um að veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánasamningi vegna láns Norðurorku hf. frá Lánasjóði sveitarfélaga:

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000, í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.

Eignarhlutur Grýtubakkahrepps í Norðurorku hf. er 0,1817% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því nú að upphæð kr. 1.453.600,-.

Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum og framkvæmdum við fráveitu, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku hf. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut í Norðurorku hf. til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Þresti Friðfinnssyni kt. 260861-2479, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grýtubakkahrepps að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

  1. Boð á aðalfund Sparisjóðs Höfðhverfinga, haldinn 23. maí 2024.

Erindi lagt fram. Fjóla V. Stefánsdóttir fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

  1. Boð á aðalfund Minjasafnsins á Akureyri, haldinn 15. maí 2024.

Erindi lagt fram. Inga María Sigurbjörnsdóttir fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

  1. Boð á ársfund Náttúruhamfaratryggingar Íslands, haldinn 16. maí 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á ráðstefnu stafrænna sveitarfélaga, haldin 15. maí 2024.

Erindi lagt fram.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:54.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson