- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 501
Mánudaginn 3. júní 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Gunnar B. Pálsson, Inga María Sigurbjörnsdóttir og Svala Fanney Snædahl Njálsdóttir sem mætti í fjarveru Fjólu V. Stefánsdóttur. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnisstjóri Flugklasans Air 66N var með kynningu á starfsemi flugklasans. Sveitarstjórn þakkar Hjalta fyrir góða kynningu.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
a.Sunnuhlíð 9, byggingaráform og teikningar.
Sveitarstjórn hefur kynnt sér byggingaráformin ásamt fyrirliggjandi teikningum og gerir ekki athugasemdir við þau fyrir sitt leyti.
b. Umsókn um stofnun nýrrar landeignar, lóð undir íbúðarhús í Miðvík II, dags. 24. apríl og 28. maí 2024.
Fyrir fundinum liggur umsókn um stofnun lóðar undir íbúðarhús í Miðvík 2 en erindinu var frestað á fundi sveitarstjórnar 24. apríl síðastliðinn og var kallað eftir merkjalýsingu skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024. Merkjalýsingin hefur nú borist, unnin af Hákoni Jenssyni dags. 10.05.2024. Hin nýstofnaða lóð fengi staðfangið Miðhóll.
Afgreiðslu málsins frestað vegna óvissu um skiptingu landsins.
c. Ægissíða 29, bygging garðhýsis.
Sveitarstjórn samþykkir erindi frá Bjarna Arasyni um byggingu smáhýsis á suðaustur-horni lóðarmarka Ægissíðu 29 sem er óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 3. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu en samþykki aðliggjandi lóðahafa liggur fyrir.
Erindi lagt fram.
Gísli Gunnar Oddgeirsson fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram. Sveitarstjórn líst vel á þá hugmynd að svæði farsældarráðs verði hið sama og starfssvæði SSNE.
Erindi lagt fram. Sveitarstjórn tekur undir umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og lýsir yfir áhyggjum af vanfjármögnun í löggæslumálum sem kemur niður á öryggi íbúa.
Sveitarstjórn staðfestir áætlunina.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:06.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.