- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 503
Mánudaginn 8. júlí 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
a. Sunnuhlíð 9, erindi v. byggingaráforma.
Sveitarstjórn telur ekki fært að afgreiða erindið eins og það er fram lagt. Skipulags- og byggingafulltrúa er falið að afla frekari gagna og teikninga og leiðbeina umsækjanda um útfærslur sem geta fallið að deiliskipulagi.
b. Ferðaþjónustusvæði við Akurbakkaveg, lóðarumsókn.
The North Fjord ehf., kt. 620224-1380, sækir um lóð undir ferðaþjónustu við Akurbakkaveg, sbr. deiliskipulag fyrir svæðið. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til The North Fjord ehf.
c. Sjóvörn við Grenivík, umsókn um framkvæmdaleyfi v. endurbóta.
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar skemmdrar sjóvarnar við Grenivík. Erindinu fylgir útboðslýsing dagsett í júlí 2024 og uppdráttur með grunnmynd og kennisniði dagsett 14. júní 2024.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.
Arnar Ólafsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, sat fundinn undir dagskrárlið 1.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Sveitarstjórn samþykkir að skólamáltíðir við Grenivíkurskóla verði gjaldfrjálsar frá ágúst 2024 í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Laun með orlofi sumarið 2024 verða þannig:
Dagvinna Yfirvinna
14 ára á árinu kr. 1.258,60 kr. 2.125,30
15 ára á árinu kr. 1.589,82 kr. 2.684,59
16 ára á árinu kr. 2.152,87 kr. 3.635,38
Sveitarstjórn staðfestir launatöfluna. (Áður staðfest með tölvupóstum).
Í ljósi þess að Úrvinnslusjóður er hættur að greiða fyrir endurvinnsluefnin plast og pappír, nema efnunum sé safnað aðskildum við húsvegg, ákveður sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að bæta við þriðju tunnunni við hvert heimili. Sveitarfélagið mun útvega nýjar tunnur til íbúa án endurgjalds. Stefnt er að því að þriggja tunnu kerfi verði komið í gagnið með haustinu.
Oddviti leitar afbrigða til að taka dagskrárlið nr. 10 á dagskrá.
Afbrigði samþykkt.
Fundargerðir lagðar fram.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:45.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.