Sveitarstjórnarfundur nr. 504

26.08.2024 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 504

Mánudaginn 26. ágúst 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 20. ágúst 2024.

Fundargerð lögð fram. Í fundargerð kemur fram að Norðurorka hefur þegið boð á íbúafund í Grýtubakkahreppi í september.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 6. ágúst 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerðir 74., 75., 76. og 77. afgreiðslufunda SBE, dags. 8. júlí, 15. júlí, 8. ágúst og 19. ágúst 2024.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, frumkvæðisathugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga, dags. 7. ágúst 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Sýslumanni, umsögn um tækifærisleyfi v. Grenivíkurgleði, dags. 9. júlí 2024.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna, áður staðfest í tölvupóstum.

  1. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, gjaldfrjálsar skólamáltíðir, útfærsla, dags. 23. ágúst 2024.

Erindi lagt fram. Í samræmi við fyrri ákvörðun sveitarstjórnar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, verður ekki innheimt gjald fyrir þjónustu mötuneytis Grenivíkurskóla við nemendur skólans frá og með hausti 2024.

  1. Frá Landssambandi eldri borgara og fl., Bjartur lífsstíll, dags. 21. ágúst 2024.

Erindi lagt fram. Sveitarfélagið stefnir að því að vinna að verkefninu í samstarfi við Ella, félag eldri borgara í Grýtubakkahreppi.

  1. Frá Fjallabyggð, Velferðartæknimessa, haldin 18. sept. 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Frá SSNE, Samgönguvika/bíllausi dagurinn, dags. 9. ágúst 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Rjúpnalandið í Hvammi.

Ákveðið að bjóða út rjúpnaveiði í Hvammslandi í haust með sama sniði og áður hefur verið gert.

  1. Staða framkvæmda – fjárfestingaáætlun.

Farið yfir stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir að fresta malbikun á Lækjarvöllum til næsta árs, sem lækkar fjárfestingar ársins um 10 milljónir króna. Á móti verður gerður dælubrunnur fyrir vatnsveitu til að viðhalda þrýstingi, en áætlaður kostnaður við það er 6 milljónir króna. Einnig er áætluð hækkun kostnaðar við framkvæmdir við gömlu bryggju um 4 milljónir króna og því breytist heildarfjárfesting ekki, né fjármögnun framkvæmda.

Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:06.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson