Sveitarstjórnarfundur nr. 505

09.09.2024 00:00

Mánudaginn 9. september 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar dags. 3. sept. 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 78. afgreiðslufundar SBE, dags. 2. sept. 2024.

Fundargerð lögð fram. Í lið 1 er Beiti Ólafssyni, kt. 020786-2729, veitt byggingarheimild vegna byggingar 88,6 fm frístundahúss á lóðinni Sunnuhlíð 9 í Grýtubakkahreppi.

  1. Boð á haustþing SSNE, haldið 4. október 2024 í Hofi.

Erindi lagt fram. Gísli Gunnar Oddgeirsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir munu sækja fundinn fyrir hönd Grýtubakkahrepps.

  1. Erindi frá SSNE, ósk um samstarf sveitarfélaga v. RECET verkefnisins, dags. 5. sept. 2024.

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga vegna verkefnisins.

  1. Erindi frá Kleifum fiskeldi ehf., áform um 20.000 tonna laxeldi, dags. 2. sept. 2024.

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn telur ekki forsendur til að taka afstöðu til erindisins á þessu stigi.

  1. Frá SSNE, Evrópsk samgönguvika og bíllausi dagurinn, dags. 4. sept. 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Frá Landssambandi eldri borgara og fl., Bjartur lífsstíll, skipun ábygðaraðila, dags. 23. ágúst 2024.

Erindi lagt fram. Sveitarstjóra falið að skipa ábyrgðaraðila vegna verkefnisins.

  1. Frá Saman hópnum, útivistarreglur barna, dags. 30. ágúst 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Frá Mennta- og barnamálaráðuneyti, boð á Menntaþing 2024, haldið 30. sept. 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Frá UMFÍ, Ungt fólk og lýðheilsa – ungmennaráðstefna, haldin 20. – 22. sept. 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Skipun í Ungmennaráð Grýtubakkahrepps 2024 – 2025.

Eftirtaldir skipaðir í ungmennaráð Grýtubakkahrepps 2024 – 2025:

Aðalmenn:

Marsibil Anna Snædahl Árnadóttir

Olgeir Máni Bjarnason

Hilmar Mikael Þorsteinsson

Linda Rakel Harðardóttir

Rakel Ýr Ingibjargardóttir

Varamenn:

Natalía Ösp Jóhannsdóttir

Sindri Páll Ragnarsson

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:37.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson