Sveitarstjórnarfundur nr. 507

07.10.2024 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 507

Mánudaginn 7. október 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. sept. 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð heilbrigðisnefndar Nle, dags. 18. sept. 2024 og fjárhagsáætlun.

Lagt fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 24. sept. 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð framkvæmdaráðs í málaflokki fatlaðra, dags. 24. sept. 2024 og ársskýrsla.

Lagt fram.

  1. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 26. sept. 2024.

Fundargerð lögð fram. Rætt um húsnæðismál leikskólans til framtíðar.

  1. Fundargerð íbúafundar, dags. 30. sept. 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 1. okt. 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Lögreglustjóra, „Öruggara Norðurland eystra“, dags. 26. sept. 2024.

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu.

  1. Erindi frá HSÞ, ársskýrsla og samstarfssamningur, dags. 30. sept. 2024.

Lagt fram. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar til endanlegrar afgreiðslu.

  1. Erindi frá Marinó Þór Jónssyni, Snocross keppni á Grenivík 2025, dags. 30. sept. 2024.

Erindi lagt fram. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

  1. Boð á vinnustofu RECET verkefnis, haldin á Grenivík 14. nóv. 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á fjarfund um málefni fatlaðra, haldinn 16. okt. 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á kynningarfund vegna eigendastefnu Akureyrar v. B-hlutafyrirtækja, haldinn 4. nóv. 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á Umhverfisþing, ný dagsetning, haldið 5. nóv. 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á málþing um starf öldungaráða, haldið 17. okt. 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Rjúpnalandið í Hvammi, niðurstöður útboðs, samningur fyrir árin 2024 og 2025.

Eftir auglýsingu barst eitt tilboð í rjúpnalandið í Hvammi frá Ásgeiri í Höfða ehf. að upphæð 525.300 kr. per ár. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboðinu fyrir árin 2024 og 2025 og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi þar um.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:43.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.