- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 508
Mánudaginn 21. október 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Sigrún Björnsdóttir sem mætti í fjarveru Ingu Maríu Sigurbjörnsdóttur.
Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Sveitarstjórn óskar eftir því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla verði haldin á skrifstofu hreppsins og að sýslumaður skipi kjörstjóra í því skyni. Jafnframt er óskað eftir möguleika á hreyfanlegum kjörstað, þannig að mögulegt verði að greiða atkvæði utan kjörfundar á hjúkrunarheimilinu Grenilundi ef þörf verður á.
Óskir þessar eru settar fram til sýslumanns í samræmi við kosningalög nr. 112/2021, með vísan í grein nr. 69.
Erindi lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að halda áfram þátttöku í verkefninu og samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 fyrir sitt leyti.
Erindi lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið fyrir árið 2025 um sem nemur 500 kr. per íbúa.
Þorgeir Rúnar Finnsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Sveitarstjórn samþykkir að greiða kr. 140.000,- vegna hádegisgæslu og föstudagsfrágangs veturinn 2024-2025. Upphæðin rennur í ferðasjóð nemenda vegna skólaferðalags vorið 2027. Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 krónur.
Erindi lagt fram.
Rætt um málefni Slökkviliðs Grýtubakkahrepps, svo sem húsnæðismál og fleira.
Farið yfir málefni frístundabyggðarinnar í Sunnuhlíð í kjölfar fundar fulltrúa sveitarstjórnar með Sunnu, félagi sumarhúsaeigenda í Sunnuhlíð.
Rætt um álagningarprósentur og gjaldskrár. Fyrri umræðu lokið.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:45.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.