- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 509
Mánudaginn 28. október 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir.
Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Farið yfir rekstur og fjárfestingaþörf stofnana sveitarfélagsins, eftirtaldir forstöðumenn mættu;
Margrét Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri á Krummafæti,
Stefán Hrafn Stefánsson, umsjónarmaður fasteigna Grýtubakkahrepps,
Sigurður Baldur Þorsteinsson, forstöðumaður véla og veitna,
Björn Andri Ingólfsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis,
Þorkell Pálsson, slökkviliðsstjóri,
Þorgeir Rúnar Finnsson, skólastjóri Grenivíkurskóla,
Fjóla V. Stefánsdóttir, forstöðumaður Grenilundar.
Gísli Gunnar Oddgeirsson fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundunum.
Erindi lagt fram. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:38.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.