- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 510
Mánudaginn 4. nóvember 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir.
Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:15.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerð lögð fram. Í lið 13 er fjallað um tilnefningu í starfshóp um skilgreiningu á viðmiði um lágmarksþjónustu sveitarfélaga. Ætla má að lágmarksviðmið eigi ekki síst við um fámenn sveitarfélög. Því bendir sveitarstjórn á að eðlilegt sé að fámenn sveitarfélög eigi fulltrúa í starfshópnum.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram. Í fundargerð kemur fram að gjaldskrá hitaveitu hækki um 7,5%, ekki er minnst sérstaklega á gjaldskrá Reykjaveitu. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og fylgja eftir fyrri bókunum sveitarstjórnar um gjaldskrá Reykjaveitu.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Kjörskrá liggur fyrir fundinum, hún hefur verið yfirfarin og er árituð af sveitarstjóra og oddvita. Kjörskrá er nú lögð fram, hún verður opin til skoðunar á skrifstofu Grýtubakkahrepps fram að kosningadegi, 30. nóvember 2024.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram. Sveitarstjórn tekur undir bókun stjórnar sem er svohljóðandi:
Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af áhrifum mögulegs loðnubrests á íslenskt efnahagslíf. Ekki síst gætir áhrifanna hjá íbúum og fyrirtækjum í sveitarfélögum þar sem uppsjávarvinnsla er ein af meginstoðum atvinnulífsins. Ef ekki verður loðnuvertíð á næsta ári verður það annað árið í röð sem tekjutap af þeim völdum dynur yfir þessi sveitarfélög og samfélagið allt hér á landi. Jafnframt mun það hafa mjög neikvæð áhrif á hagvöxt á næsta ári sem er grafalvarlegt.
Haustmælingar á loðnu gáfu þó vísbendingar um að hægt verði að gefa út upphafskvóta og því leggja Samtök sjávarútvegssveitarfélaga mikla áherslu á að Hafrannsóknarstofnun verði fjárhagslega undir það búin að fara í öflugar bergmálsmælingar í byrjun næsta árs til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort ekki sé hægt að heimila þessar þjóðhagslega mikilvægu veiðar. Það er skýlaus krafa sjávarbyggða á Íslandi að ríkisvaldið sjái til þess að jafn mikilvæg stofnun og Hafrannsóknarstofnun sé fullfjármögnuð og gert kleift að halda úti öflugum rannsóknum á fiskistofnum þjóðarinnar til að hægt sé að tryggja sjálfbærar veiðar sem skipta sköpum fyrir íslenskt efnahagslíf.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram.
Erindinu hafnað, sveitarstjórn styrkir hliðstæða starfsemi á Norðurlandi.
Farið yfir gjaldskrármál og fjárfestingaáætlun. Síðari umræðu frestað.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:05.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.