- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 513
Mánudaginn 6. janúar 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir.
Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram. Í 1. lið er Útgerðarminjasafni Grenivíkur ses, kt. 550708-0510, veitt byggingarheimild vegna byggingar 47,5 fm bátaskýlis á lóðinni Sæland 2 á Grenivík.
Erindi lagt fram. Gísli Gunnar Oddgeirsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir eru fulltrúar sveitarfélagsins á þinginu.
Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrána fyrir sitt leyti.
Erindi lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að standa að umsókn til Fornminjasjóðs vegna verkefnisins. Hlutur sveitarfélagsins í verkefninu getur orðið allt að 1,5 milljón króna.
Erindi lagt fram. Sveitarstjórn þakkar fyrir ítarlegar og greinargóðar tillögur er varða bætt umferðaröryggi og uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn telur að tillögurnar geti komið að góðu gagni við skipulagsvinnu og framkvæmdir í sveitarfélaginu á næstu árum og mun hafa þær til hliðsjónar í þeirri vinnu.
Sveitarstjórn ákveður að greitt verði fyrir störf í ungmennaráði með sama hætti og fyrir störf í öðrum nefndum sveitarfélagsins, þó að hámarki fyrir þrjá fundi á hverju almanaksári.
Reglur um frístundastyrk 2025 staðfestar. Upphæð styrks hækkar um ríflega 10% og er nú að hámarki kr. 40.000,- pr. barn á grunnskólaaldri.
Húsnæðisstuðningur verður áfram 50% af leigu, þó að hámarki kr. 30.000,- á mánuði.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:03.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.