Sveitarstjórnarfundur nr. 513

06.01.2025 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 513

Mánudaginn 6. janúar 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir.

Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. nóv. 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 13. des. 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð heilbrigðisnefndar Nle., dags. 5. des. 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 10. des. 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 11. des. 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 84. afgreiðslufundar SBE, dags. 6. des. 2024.

Fundargerð lögð fram. Í 1. lið er Útgerðarminjasafni Grenivíkur ses, kt. 550708-0510, veitt byggingarheimild vegna byggingar 47,5 fm bátaskýlis á lóðinni Sæland 2 á Grenivík.

  1. Boð á aukaþing SSNE, haldið 7. janúar 2025.

Erindi lagt fram. Gísli Gunnar Oddgeirsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir eru fulltrúar sveitarfélagsins á þinginu.

  1. Frá SBE, uppfærð gjaldskrá, dags. 13. des. 2024.

Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrána fyrir sitt leyti.

  1. Erindi frá Fornleifastofnun Íslands, skráning fornminja á Látraströnd, dags. 2. jan. 2025.

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að standa að umsókn til Fornminjasjóðs vegna verkefnisins. Hlutur sveitarfélagsins í verkefninu getur orðið allt að 1,5 milljón króna.

  1. Erindi frá Ungmennaþingi SSNE í október 2024, dags. 23. des. 2024.

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn þakkar fyrir ítarlegar og greinargóðar tillögur er varða bætt umferðaröryggi og uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn telur að tillögurnar geti komið að góðu gagni við skipulagsvinnu og framkvæmdir í sveitarfélaginu á næstu árum og mun hafa þær til hliðsjónar í þeirri vinnu.

  1. Greiðslur fyrir störf í ungmennaráði Grýtubakkahrepps.

Sveitarstjórn ákveður að greitt verði fyrir störf í ungmennaráði með sama hætti og fyrir störf í öðrum nefndum sveitarfélagsins, þó að hámarki fyrir þrjá fundi á hverju almanaksári.

  1. Reglur um frístundastyrk 2025.

Reglur um frístundastyrk 2025 staðfestar. Upphæð styrks hækkar um ríflega 10% og er nú að hámarki kr. 40.000,- pr. barn á grunnskólaaldri.

  1. Húsnæðisstuðningur við ungmenni 2025.

Húsnæðisstuðningur verður áfram 50% af leigu, þó að hámarki kr. 30.000,- á mánuði.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:03.

 

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.