- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 514
Mánudaginn 20. janúar 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Gunnar B. Pálsson, Inga María Sigurbjörnsdóttir og Sigrún Björnsdóttir sem mætti í fjarveru Fjólu V. Stefánsdóttur.
Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu leyfis.
Erindi lagt fram.
Rætt um málefni slökkviliðsins. Sveitarstjóra falið að senda erindi til Sæness varðandi byggingu nýrrar slökkvistöðvar.
Rætt um málefni Reykjaveitu og þá staðreynd að kostnaður við hitaveitu á Grenivík er sá hæsti á landinu. Sveitarstjórn ítrekar þá skoðun sína að sú staða sé algjörlega óásættanleg. Sveitarstjórn er ósammála þeim forsendum sem stjórn Norðurorku hefur miðað við þegar kemur að ákvörðunum um gjaldskrá Reykjaveitu, einkum hvað varðar upphaflegar forsendur fyrir lagningu veitunnar og arðsemiskröfu.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda erindi til Norðurorku þar sem sjónarmið sveitarfélagsins koma fram.
Fleira ekki tekið fyrir, fundagerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:22.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson