- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 515
Mánudaginn 3. febrúar 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn staðfestir fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar fyrir sitt leyti.
Í erindinu eru lagðar fram þrjár spurningar.
Erindi lagt fram.
Með bréfi Matvælaráðuneytis dags. 22. janúar 2025, er boðuð úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2024/2025 ásamt eftirstöðvum frá fiskveiðiárinu 2023/2024 og koma 161,178 þorskígildistonn í hlut Grýtubakkahrepps. Jafnframt er óskað eftir sérreglum sveitarstjórna og bókar sveitarstjórn Grýtubakkahrepps eftirfarandi er varðar sérreglur við úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu;
Þar sem afla Grenivíkurbáta er almennt landað annarsstaðar og ekið til vinnslu á Grenivík, samþykkir sveitarstjórn að eftirfarandi sérreglur gildi um úthlutun byggðakvóta hreppsins:
1/3 hluta kvótans skal deila jafnt milli þeirra skipa sem sækja um byggðakvóta og eiga heimahöfn í Grýtubakkahreppi.
2/3 hlutum kvótans skal skipta í hlutfalli við úthlutað aflamark sömu skipa fiskveiðiárið 2024/2025
Að öðru leyti fer eftir reglugerð um úthlutun byggðakvóta nr. 818/2024 og lögum um stjórn fiskveiða.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir þær áhyggjur sem settar eru fram í erindinu og telur mikilvægt að þjónusta Reykjavíkurflugvallar verði ekki skert í framtíðinni.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið í samræmi við íbúafjölda sveitarfélagsins. Miðað við fyrirliggjandi útreikning í janúar 2025 er upphæðin kr. 48.750,- Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja Grófina um kr. 50.000,- Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:43.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.