Sveitarstjórnarfundur nr. 515

03.02.2025 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 515

Mánudaginn 3. febrúar 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð 86. afgreiðslufundar SBE, dags. 31. jan. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar, dags. 21. jan. 2025.

Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn staðfestir fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar fyrir sitt leyti.

  1. Erindi frá svæðisskipulagsnefnd, framtíðarfyrirkomulag skipulags- og byggingarmála, dags. 28. jan. 2025.

Í erindinu eru lagðar fram þrjár spurningar.

  • Sveitarstjórn er tilbúin að láta skoða þann kost að setja upp sameiginlega skrifstofu sem sæi um skipulags- og byggingarmál fyrir öll sveitarfélögin við Eyjafjörð.
  • Sveitarstjórn líst að svo stöddu best á kost „a“ af þeim sem kostum sem upp eru taldir, þ.e. að fara í endurskoðun á svæðisskipulagi Eyjafjarðar og halda því áfram með svipuðu sniði.
  • Sveitarstjórn telur ekki skynsamlegt að auka flækjustig skipulagsmála og hugnast því að svo stöddu ekki liðir „b“ og „c“, þ.e. að endurskoða og fjölga málaflokkum svæðisskipulagsins annars vegar eða að stækka svæðið sem skipulagið nær til hins vegar.
  1. Frá innviðaráðuneyti, skráning kyns í gögnum, dags. 29. jan. 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Frá matvælaráðuneyti, úthlutun byggðakvóta, dags. 22. jan. 2025.

Með bréfi Matvælaráðuneytis dags. 22. janúar 2025, er boðuð úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2024/2025 ásamt eftirstöðvum frá fiskveiðiárinu 2023/2024 og koma 161,178 þorskígildistonn í hlut Grýtubakkahrepps. Jafnframt er óskað eftir sérreglum sveitarstjórna og bókar sveitarstjórn Grýtubakkahrepps eftirfarandi er varðar sérreglur við úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu;

Þar sem afla Grenivíkurbáta er almennt landað annarsstaðar og ekið til vinnslu á Grenivík, samþykkir sveitarstjórn að eftirfarandi sérreglur gildi um úthlutun byggðakvóta hreppsins:

1/3 hluta kvótans skal deila jafnt milli þeirra skipa sem sækja um byggðakvóta og eiga heimahöfn í Grýtubakkahreppi.

2/3 hlutum kvótans skal skipta í hlutfalli við úthlutað aflamark sömu skipa fiskveiðiárið 2024/2025

Að öðru leyti fer eftir reglugerð um úthlutun byggðakvóta nr. 818/2024 og lögum um stjórn fiskveiða.

  1. Erindi frá Félagi æskulýðs- og tómstundafulltrúa, v. áfengissölu á íþróttaviðburðum, dags. 21. jan. 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi, lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli, dags. 21. jan. 2025.

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir þær áhyggjur sem settar eru fram í erindinu og telur mikilvægt að þjónusta Reykjavíkurflugvallar verði ekki skert í framtíðinni.

  1. Erindi frá Kvennaathvarfinu, styrkbeiðni, dags. 31. jan. 2025.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið í samræmi við íbúafjölda sveitarfélagsins. Miðað við fyrirliggjandi útreikning í janúar 2025 er upphæðin kr. 48.750,- Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

  1. Erindi frá Grófinni Geðrækt, styrkbeiðni, dags. 29. jan. 2025.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja Grófina um kr. 50.000,- Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

  1. Samningur um vettvangsliða, milli Slökkviliðs Grýtubakkahrepps og HSN frá 1. jan. 2025.

Sveitarstjórn staðfestir samninginn fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:43.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.