Sveitarstjórnarfundur nr. 516

17.02.2025 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 516

Mánudaginn 17. febrúar 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Heimsókn frá SSNE, kynning á starfi samtakanna og viðræður við sveitarstjórn.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Elva Gunnlaugsdóttir frá SSNE mættu á fundinn. Sveitarstjórn þakkar fyrir góða kynningu og gagnlegar umræður.

  1. Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 13. des. 2024, 17. jan., 22. jan. og 31. jan. 2025.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 24. jan. 2025.

Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn tekur undir eftirfarandi bókun sem er að finna í fundargerðinni:

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga leggur þunga áherslu á það við stjórnvöld, ef þau hyggja á breytingar á umhverfi sjávarútvegsins, að þau hafi um það víðtækt samráð við sjávarútvegsfyrirtæki og sveitarfélög áður en slíkt kemur til framkvæmda. Íslenskur sjávarútvegur er ein af grunnstoðum atvinnulífsins og mikilvægt að hann njóti fyrirsjáanleika í sínum rekstri líkt og önnur atvinnustarfsemi hér á landi. Afkoma hans hefur mikil áhrif á sveitarfélög, starfsfólk í greininni og samfélagið allt og því mikilvægt að vanda til allra verka

hjá löggjafanum ef breytingar á að skoða.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 5. feb. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 87. afgreiðslufundar SBE, dags. 14. feb. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Frá Lánasjóði sveitarfélaga, auglýst eftir framboðum til stjórnar, dags. 11. feb. 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2025.

Sveitarstjórn staðfestir reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá Grýtubakkahreppi árið 2025. Viðmiðunarfjárhæðir launa hækka um 8% frá fyrra ári. Reglurnar verða birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.

  1. Húsnæðisáætlun Grýtubakkahrepps 2025.

Farið yfir húsnæðisáætlun Grýtubakkahrepps 2025. Sveitarstjórn staðfestir framlagða áætlun.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:58.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson