Sveitarstjórnarfundur nr. 517

10.03.2025 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 517

Mánudaginn 10. mars 2025, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 18., 19., 20., 21., 24. og 25. feb. 2025.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 5. feb. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð heilbrigðisnefndar Nle., dags. 12. feb. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 25. feb. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 12. feb. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, dags. 17. feb. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 88. afgreiðslufundar SBE, dags. 28. feb. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð Landbúnaðar- og umhverfisnefndar, dags. 25. feb. 2025.

Fundargerð lögð fram.

  1. Frá Hafnasamlagi Norðurl., stjórn, endurráðning hafnarstjóra, dags. 18. feb. 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga, haldið 20. mars 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga, haldinn 20. mars 2025.

Þröstur Friðfinnsson sækir fundinn fyrir hönd Grýtubakkahrepps og fer með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

  1. Boð á ársþing SSNE, haldið 2.-3. apríl 2025.

Gísli Gunnar Oddgeirsson og Fjóla Stefánsdóttir eru fulltrúar Grýtubakkahrepps á þinginu.

  1. Boð á hluthafafund Norðurorku, haldinn 27. mars 2025.

Þröstur Friðfinnson sækir fundinn fyrir hönd Grýtubakkahrepps og fer með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

  1. Frá Innviðaráðuneyti, mál í samráðsgátt, drög að frumvarpi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, dags. 21. feb. 2025.

Sveitarstjóra var falið að senda umsögn um frumvarpsdrögin fyrir hönd sveitarstjórnar og var umsögnin samþykkt með tölvupóstum og send inn fyrir tilskilinn frest þann 5. mars.

  1. Frá Markaðsstofu Norðurlands, boð á fund um málefni Flugklasans Air 66N, haldinn 2. apríl 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Frá Sambandi ísl. sveitarf., málþing um snjóflóð og samfélög, haldið 5.-6. maí 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Landsbyggðin lifi, v. norræns samstarfssverkefnis, dags. 5. mars 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfó í sundi, dags. 3. mars 2025.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Rauða krossinum v. Eyjafjörð, styrkbeiðni v. 100 ára afmælis, dags. 26. feb. 2025.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja Rauða krossinn við Eyjafjörð um kr. 40.000,- Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:07.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.