Á Grenivík er 30 km. hámarkshraði. Borið hefur á að þau mörk hafi verið gróflega brotin undanfarið. Einnig tíðkast í of miklum mæli að ung börn noti götur sem leiksvæði. Skorað er á hlutaðeigandi að bæta ráð sitt áður en alvarlegt slys verður. Lögreglan hefur jafnframt verið beðin að koma í óreglulegar heimsóknir til hraðamælinga í þorpinu.
Rekstur Grýtubakkahrepps gekk allbærilega á síðasta ári eins og farið var yfir á íbúafundi nýverið. Útgjöld stóðust almennt áætlun og tekjur í heild einnig, afkoma var heldur yfir væntingum, eða 21,4 milljkr. í plús og ágæt fjármunamyndun í rekstrinum. Sveitarfélagið hefur því áfram góða burði ...
Á dögunum var undirritaður verksamningur milli Grýtubakkahrepps og Trégrips ehf. um byggingu fjögurra nýrra leiguíbúða á Grenivík. Byggðar verða tvær 2ja herbergja íbúðir og tvær 3ja herbergja í einu ...
Sveitarstjórn hefur nú staðfest tillögu landbúnaðarnefndar um sleppingu sauðfjár og hrossa. Einmuna tíð í vetur og vor gerir kleift að opna fyrr en venja er, en eftirfarandi dagsetningar ...
Næsta fimmtudag, 1. júní, verður haldinn árlegur íbúafundur Grýtubakkahrepps. Fundurinn verður í litla sal Grenivíkurskóla og hefst kl. 20:00.
Á fundinum...
Breytingar verða á réttindaöflun sjóðfélaga í A deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. júní næst komandi. Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga og eru þær gerðar vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs...
Ruslahreinsun 2017.
Þriðjudaginn 23. maí fer fram ruslahreinsun á Grenivík. Hafist verður handa
kl. 19:30 hjá Jónsabúð, þar sem ruslapokar verða afhentir...
Sunnudaginn/mæðradaginn 21. maí kl. 14.00 verður barnastarfshátíð í Laufási. Hún hefst á stund í kirkjunni og þar ætlar Heimir Bjarni Ingimarsson að spila á gítarinn og Rebbi refur sjálfsagt á greiðu eða sög og við syngjum saman Daginn í dag..