- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Á laugardaginn kl. 14:00 leikur Magni síðasta heimaleikinn í annarri deild í ár. Vestramenn koma í heimsókn og má reikna með hörðum slag, Magna dugar sigur til að tryggja sér sæti í Inkassodeildinni að ári, en Vestri þarf á stigum að halda til að koma sér úr fallbaráttunni.
Nú mæta allir á völlinn og styðja Magna og til að koma sér í gírinn er fínt að horfa á óborganlegt og jafnvel óskarsverðlaunamyndband á Facebooksíðu Magna með stórleikurunum Gil Nicholson og Steina DeNiro! Ekki er ólíklegt að Gunnar Klopp Guðmundsson hafi skrifað handritið en nauðsynlegt er að hækka vel í til að njóta til fulls.