- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
1. maí er alþjóðlegur dagur íslenska hestsins.
Af því tilefni boða félagsmenn Þráins til hópreiðar frá hesthúsahverfinu á Grenivík kl.10:00. Þaðan verður riðið um götur bæjarins, stoppað við dvalarheimilið og heilsað upp á íbúa Grenilundar og svo að lokum riðið upp í reiðhöll. Þar verður teymt undir börnum kl.11:00.
Félagsmönnum og íbúum verður svo boðið í kaffi, kleinur og pönnsur.
Hestamannafélagið Þráinn