Fréttasafn

Hraðakstur + börn = slysahætta

Á Grenivík er 30 km. hámarkshraði. Borið hefur á að þau mörk hafi verið gróflega brotin undanfarið. Einnig tíðkast í of miklum mæli að ung börn noti götur sem leiksvæði. Skorað er á hlutaðeigandi að bæta ráð sitt áður en alvarlegt slys verður. Lögreglan hefur jafnframt verið beðin að koma í óreglulegar heimsóknir til hraðamælinga í þorpinu.

Að uppskera, eða skera niður!

Rekstur Grýtubakkahrepps gekk allbærilega á síðasta ári eins og farið var yfir á íbúafundi nýverið. Útgjöld stóðust almennt áætlun og tekjur í heild einnig, afkoma var heldur yfir væntingum, eða 21,4 milljkr. í plús og ágæt fjármunamyndun í rekstrinum. Sveitarfélagið hefur því áfram góða burði ...

Bygging nýrra leiguíbúða hafin

Á dögunum var undirritaður verksamningur milli Grýtubakkahrepps og Trégrips ehf. um byggingu fjögurra nýrra leiguíbúða á Grenivík. Byggðar verða tvær 2ja herbergja íbúðir og tvær 3ja herbergja í einu ...