Hraðakstur + börn = slysahætta
28.06.2017
Á Grenivík er 30 km. hámarkshraði. Borið hefur á að þau mörk hafi verið gróflega brotin undanfarið. Einnig tíðkast í of miklum mæli að ung börn noti götur sem leiksvæði. Skorað er á hlutaðeigandi að bæta ráð sitt áður en alvarlegt slys verður. Lögreglan hefur jafnframt verið beðin að koma í óreglulegar heimsóknir til hraðamælinga í þorpinu.