Pistill 20. febrúar 2015
Nýverið var í fréttum að fyrirtækið Promens hefði verið selt úr landi. Sögunni fylgdi að ekki væru fyrirhugaðar breytingar á starfsemi þess hér handan við fjörðinn, þar er enda mikið í húfi, einnig löng og merkileg saga. Ekki er þó laust við að ónotatilfinningu setji að manni við þessar fréttir. Enda er oft lítið hald í fögrum yfirlýsingum þegar ákvarðanatakan hefur færst á brott og hagræðing er orð sem upphefur allar fyrri ákvarðanir þegar á reynir.