Fréttasafn

Áramótin nálgast - brenna

Áramótabrenna verður á Grenivíkurhólum á gamlárskvöld. Björgunarsveitin Ægir sér um brennuna í ár. Kveikt verður í brennunni kl. 21:00. Komum öll saman og brennum út gamla árið og fögnum nýju.

Gleðileg jól!

Magni og Ægir undir eitt þak

Sveitarstjórn og stjórn Sæness hafa ákveðið að koma mjög myndarlega að byggingu nýs húss á íþróttasvæði Grenivíkur. Áformað er að byggja nýtt stálgrindahús eða límtréshús á gamla malarvellinum, undir starfsemi Björgunarsveitarinnar Ægis og Íþróttafélagsins Magna. Sænes mun leggja fram andvirði innkaupsverðs hússins sem áætlað er ...

Góð gjöf til Grenilundar

Á dögunum var Grenilundi fært glæsilegt sjónvarp fyrir heimilisfólk. Það var Oddfellow reglan á Akureyri sem stóð fyrir þessari ...

Fjárhagsáætlun samþykkt – traust staða

Sveitarstjórn staðfesti á fundi sínum 14. desember, fjárhagsáætlun fyrir árin 2018 – 2021. Reksturinn er í föstum skorðum og er gert ráð fyrir tekjuafgangi 2018 ...

Íbúð til sölu

Grýtubakkahreppur auglýsir hér með til sölu íbúðina/parhúsið: Miðgarðar 16, fnr. 216-0969, 3ja herbergja, 90,9 fm. Íbúðin verður laus til afhendingar næsta vor..

Vélsleðamenn ath. – Vatnsverndarsvæði í Grenivíkurfjalli

Vélsleðamenn ath. – Vatnsverndarsvæði í Grenivíkurfjalli Meðf. kort er af vatnsverndarsvæði Grenivíkur. Vinsamlegast athugið að umferð er bönnuð á brunnsvæði og takmörkuð um grannsvæði, en Grenivíkurfjall hefur verið nokkuð vinsælt sleðasvæði. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það tjón sem jafnvel lítið slys getur valdið, en hreint og ómengað vatn er ein af grunnforsendum búsetu...

Bleik messa

Sunnudagskvöldið 12. nóvember kl. 20.00 verður Bleik messa í Grenivíkurkirkju. Regína Ólafsdóttir sálfræðingur og Halldóra Björg Sævarsdóttir framkvæmdastýra Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis koma til okkar og...

Uppbyggingarsjóður, opið fyrir umsóknir

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2018. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningar ...

X-2017

Alþingiskosningar 28. október Kosið verður í Grenivíkurskóla og hefst kjörfundur kl. 11:00 Lok kjörfundar fara eftir 89. grein laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000: Atkvæðagreiðslu má ekki slíta fyrr en átta klukkustundir eru liðnar frá því að kjörfundur...