Fréttasafn

23. desember 2014

 Á seinni árum hefur umræðan gjarna verið á þá lund að stærra sé betra. Opinber krafa hefur lifnað reglulega um sameiningu sveitarfélaga og stofnana. Þá stuðla auknar kröfur og flóknara regluverk að samþjöppun og stækkun fyrirtækja, hverju verki skal fylgja meiri og meiri skriffinnska.

Pistill, apríl 2014

 Á fundi sveitarstjórnar þann 7. apríl sl. var ársreikningur Grýtubakkahrepps fyrir árið 2013 tekin til seinni umræðu. Ágætur rekstrarafgangur var hjá sveitarfélaginu eða af A hluta fyrirtækjum kr.26.751.000,- og af samstæðunni kr. 24.330.000,-. Veltufé frá rekstri var hjá A hlutanum kr. 49.713.000,- og af samstæðunni kr. 56.005.000,-, en veltufé er það fjármagn sem er til framkvæmda og afborgunar skulda.

Pistill, febrúar 2014

 Febrúar 2014. Þá er sólin loksins farin að skína á okkur hér á Grenivík og aðra íbúa sveitarfélagsins. Eftir mínum útreikningum þá ætti sólin núna að vera komin vestur í Höfðagötu en ég reikna með að víða glaðni yfir sálartetrinu þegar geislarnir fara að teygja sig inn um gluggana.