Fréttasafn

Opið bréf til stjórnarformanns Íslandspóst

Kæri Eiríkur. Langafi minn var einn af síðustu landpóstunum sem fóru um á hestum eða gangandi og starfaði í sveitum Þingeyjarsýslu snemma á síðustu öld. Hann var aufúsugestur hvar sem hann kom og sagt var að hann bæri með sér glaðværð á bæi auk póstsins. Hann hafði metnað til að skila póstinum í réttar hendur á þeim tíma sem þá var mögulegt.