- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Það gerist ekki á hverjum degi að menn verði hundrað ára. Ekki finnast dæmi um að hér í sveit hafi nokkrum tekist það fyrr, en Guðjón Þórhallsson frá Finnastöðum náði þessum merkilega áfanga um daginn, eða nánar tiltekið þann 4. október.
Gaui hefur lifað sínu lífi í hógværð og ekki verið fyrir að trana sér fram. Þess vegna er skemmtilegt að hann hafi eftir öll þessi ár skellt sér í að gera það sem engum hér um slóðir hefur tekist áður.
Hátíðahöld voru í hans anda og ekki auglýst á torgum, en slegið var upp veislu á Grenilundi og nutu vinir og ættingjar góðra veitinga með afmælisbarninu, ásamt öðru heimilisfólki.