- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Á degi leikskólans er rétt að minna á þessa mikilvægu þjónustu. Við erum svo heppin að á Krummafæti er starfið til fyrirmyndar og börnin eflast og þroskast svo sem best verður á kosið. Ekki þarf að minna á hve fyrstu árin eru mikilvæg fyrir þroska hvers manns.
Vegna frétta undanfarið er einnig vert að benda á að gjald fyrir 8 tíma dvöl á dag með fullu fæði er nú kr. 31.860,- og hefur dvalargjald ekki hækkað síðan 1. janúar 2016 og fæðisgjald er óbreytt frá 1. janúar 2017. Gjaldskrá leikskólans er að finna hér.
Einnig er rétt að nefna að börnum býðst hér pláss frá 12 mán. aldri, því er ekki að heilsa allstaðar.
Til samanburðar er fróðlegt að skoða frétt ASÍ um leikskólakostnað hjá stærri sveitarfélögum.