- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Álagningu fasteignagjalda 2025 er lokið og álagningarseðlar eru nú aðgengilegir undir „mínar síður“ á upplýsingasíðunni www.island.is .
ATH.: Álagningarseðlar verða ekki sendir í pósti nema þeim sem sérstaklega óska eftir því við skrifstofu Grýtubakkahrepps.
Álagningarprósentur eru óbreyttar milli ára, en förgunar- og sorphirðugjöld hækka um 10 til 30%. Er sú hækkun óhjákvæmileg vegna lagabreytinga á síðustu árum svo sem áður hefur verið rakið.
Heildartekjur sveitarfélagsins af fasteignasköttum og gjöldum hækka um 11% milli ára. Hækkunin er þríþætt, vegna hækkunar fasteignamats, vegna álagningar á nýjar eignir og vegna hækkunar á sorphirðugjöldum. Fasteignamat hækkar nú meira á atvinnuhúsnæði og í dreifbýli, en minna á íbúðarhúsnæði.
Greiðendur athugið að það verða ekki sendir út greiðsluseðlar v. innheimtu fasteignagjalda, þeir birtast í netbönkum hvers og eins. Eindagi er fyrsti virki dagur næsta mánaðar eftir gjalddaga.
Greiðsluseðill vegna fyrsta gjalddaga, 1. febrúar, er þegar kominn inn í heimabanka, en eindagi hans er 3. mars.
Greiðendur geta þó fengið greiðsluseðla senda í pósti hafi þeir t.d. ekki aðgang að netbanka, og eru allir sem óska eftir því beðnir að hafa sem fyrst samband við skrifstofu Grýtubakkahrepps í síma 414 5400.
Reglur um afslátt af fasteignaskatti til öryrkja og ellilífeyrisþega verða birtar á næstu vikum, eða þegar þær hafa verið staðfestar af sveitarstjórn.