- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Álagningu fasteignagjalda 2022 er lokið og eru álagningarseðlar nú aðgengilegir á upplýsingasíðunni www.island.is undir mínar síður.
ATH.: Álagningarseðlar verða nú ekki sendir í pósti nema þeim sem sérstaklega óska eftir því við skrifstofu Grýtubakkahrepps.
Allar álagningarprósentur eru óbreyttar en sorphirðugjöld hækka um 4%. Fasteignamat hefur að jafnaði hækkað um rúmlega 6% og fylgir þróun söluverðs eigna. Nokkur breytileiki er þó eftir flokkum fasteigna, hækkun gjalda er því misjöfn og fer eftir þróun fasteignamats á viðkomandi eign.
Greiðendur athugið að það verða ekki sendir út greiðsluseðlar v. innheimtu fasteignagjalda, þeir birtast í netbönkum hvers og eins. Eindagi er fyrsti virki dagur næsta mánaðar eftir gjalddaga. Greiðsluseðill vegna 1. gjalddagans birtist í heimabönkum nú á allra næstu dögum.
Greiðendur geta þó að sjálfsögðu fengið greiðsluseðla senda í pósti hafi þeir t.d. ekki aðgang að netbanka, og eru allir sem óska eftir því beðnir að hafa sambandi við skrifstofu Grýtubakkahrepps í síma 414 5400.
Þeir greiðendur sem áður hafa óskað eftir að fá greiðsluseðlana senda þurfa þó ekki að óska eftir því aftur núna.
Reglur um afslátt af fasteignaskatti til öryrkja og ellilífeyrisþega er að finna hér.