- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Almannavarnir hafa lýst yfir óvissuástandi vegna jarðskjálftahrinunnar við Grímsey. Af því tilefni er rétt að minna íbúa á heimasíðu Almannavarna þar sem er að finna ráð um forvarnir til að minnka mögulegt tjón og slysahættu af völdum stórra skjálfta.
Sjálfsagt er að fara yfir t.d. hvar vatnsinntök eru í húsum, en vatnstjón eru með algengustu tjónum eftir stóra skjálfta og þá er mikilvægt að vita hvar á að skrúfa fyrir.
Allur er varinn góður, þó vonandi fjari hrinan út án stórhamfara.