Alþingiskosningar

Alþingiskosningar verða haldnar 30. nóvembr 2024.

Kjörskrá Grýtubakkahrepps hefur verið yfirfarin og liggur frammi á skrifstofu hreppsins fram að kosningum öllum til skoðunar.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður á skrifstofu hreppsins með sama sniði og við síðustu kosningar.  Hún hefst á fimmtudag, 14. nóvember.

Hægt verður að kjósa milli kl. 10:00 og 15:00 á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, frá 14. nóv fram að kosningum.