- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Arnar Ólafsson hefur verið ráðinn í starf skipulags- og byggingafulltrúa Eyjafjarðar og tekur við af Vigfúsi Björnssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin sjö ár og lætur af störfum þann 1.maí næstkomandi.
Arnar hefur mikla og langa reynslu úr byggingariðnaðinum, er menntaður múrari og rak eigið fyrirtæki á árunum 2012-2016 áður en hann sótti sér framhaldsmenntun í byggingafræði frá UCL í Danmörku. Hefur hann undanfarin fjögur ár unnið sem verkefnastjóri eftirlits byggingaráforma hjá Akureyrarbæ og hefur því umtalsverða reynslu af stjórnsýslu sveitarfélaga þegar að því kemur.
Arnar er uppalinn Siglfirðingur en býr með eiginkonu sinni og þremur börnum á Akureyri.
Arnar hefur störf á næstu mánuðum og verður ánægjuleg viðbót við teymi embættis Skipulag- og byggingafulltrúa. Bjóðum við hann velkominn til starfa.