- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sett hefur verið ný reglugerð um sóttkví og hefur hún þegar tekið gildi. Hér að neðan er farið yfir helstu breytingar og neðst eru hlekkir á reglugerðina og leiðbeiningar sóttvarnarlæknis. Mikilvægt að kynna sér þessar breytingar vel, enda reynir nú meira og meira á okkur öll. Allt miðar að tveim markmiðum sem kannski er ekki einfallt að ná samhliða, að vinna gegn útbreiðslu veirunnar en á sama tíma halda þjóðfélaginu gangandi eftir því sem mögulegt er. Þar er t.d. skólastarf í forgangi.
a) einstaklinga sem eru þríbólusettir og fengu síðustu sprautuna meira en 14 dögum áður en viðkomandi er útsettur fyrir smiti
b) einstaklinga sem hafa jafnað sig af staðfestu Covid-smiti og eru jafnframt tvíbólusettir, að því gefnu að þeir hafi fengið síðari sprautuna meira en 14 dögum áður en þeir voru útsettir.
Takmörkunum samkvæmt ofangreindum reglum lýkur ekki fyrr en með niðurstöðu PCR-prófs sem tekið er á fimmta degi sóttkvíar. Ef einstaklingur finnur fyrir einkennum smits einhvern tíma á þessu fimm daga tímabili á hann að undirgangast PCR-próf án tafar. Tími í sóttkví er aldrei skemmri en fimm dagar.
Reglugerðin var birt í Stjórnartíðindum síðdegis í dag ( 7. janúar 2022) og hefur þegar öðlast gildi og gildir um alla einstaklinga sem sæta sóttkví við gildistöku hennar.