- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Í ár ætlum við að endurvekja Grenivíkurgleðina, hátíðin verður sett rólega af stað aftur og reynt að byggja hana upp á næstu árum. Í ár er dagskráin einungis 13. ágúst, laugardag.
Litur gleðinnar er appelsínugulur og hvetjum við íbúa hreppsins til að skreyta hús sín og garða, það er skemmtileg hefð sem gefur hátíðinni mikinn brag.
Í tilefni Grenivíkurgleðinnar þá verður kvöldopnun í Sundlauginni fimmtudaginn 11.ágúst. Opið verður til kl:10:00 og verður Kontoinn með Kynningu á Víking lite Classik.
Dagskrá.
Kl:12:00 Barnaskemmtun fyrir utan Túngötu 3 (Kontorinn og Jónsabúð)
Hoppukastalar
Andlitsmálning
Grillaðar pylsur í boði Kjarnafæði & Norðlenska
15:00 Harmonikkuball á Sjóminjasafninu með Benna Sig.
Happyhour á Kontornum;
16:00 Uppistand með Helga Steinari Gunnlaugssyni
17:00 Leynigesturinn okkar Valdimar flytur ljúfa tónlist!
Engin dagskrá er yfir kvöldverðartímann. Ef veður leyfir er mönnum frjálst að mæta með garðhúsgögn og grill og grilla saman fyrir utan Kontorinn.
Eldhúsið á Kontornum verður opið til kl. 21:00 og verður sérstakur Grenivíkurgleðimatseðill í boði.
Tónleikar á Kontornum kl:10:00 Benni Sig og félagar að austan halda uppi fjörinu fram á nótt.
Styrktar aðilar
Gjögur
Grýtubakkahreppur
Kjarnafæði & Norðlenska
Kontorinn Veitingahús
Ártún Ferðaþjónusta
Barnadagskráin er kostuð að hluta með styrk til eflingar félagsstarfi barna frá Mennta- og barnamálaráðuneyti.