- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.
Þema samgönguviku í ár er Almannarými – virkir ferðamátar
Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geta einnig skráð til leiks einstaka viðburði eða aðgerðir sem ætlað er að ýta undir vistvænar samgöngur. Yfirskrift þessa verkefnis er MobilityActions á ensku sem hefur verið þýtt sem Samgönguplús á íslensku. Einnig er geta fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög tekið þátt í samgönguviku með varanlegum aðgerðum sem ýta undir vistvænar samgöngur.
Bíllausi dagurinn er síðan haldinn 22. september og eru öll, einstaklingar, fyrirtæki, félagsamtök, stofnanir og sveitarfélög hvött til að taka þátt.
Hægt er að skrá þátttöku í samgönguviku á vefslóðinni https://registration.mobilityweek.eu
Tengiliður Samgönguviku á Íslandi er Anna Sigríður Einarsdóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu
Frekari upplýsingar um Evrópska samgönguviku á Íslandi má finna á Facebook- eða Instagram-síðu vikunnar.
Nánar má lesa um átakið á www.mobilityweek.eu.