- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Það kom loksins að því að færð og veður leyfði að vélsleðamenn kæmust niður í Keflavík að athuga um kindur síðasta laugardag. Þar fundust 16 kindur niður við sjó í frekar góðu ástandi enda ekki mikill snjór þar. Bændur brugðust skjótt við og strax daginn eftir fengu þeir Gunnþór Svavarsson á bátnum Jennu og Björgunarsveitina með Zodiak bát og þrjá vélsleða en einnig voru bændur á sleðum og í bátnum. Frekar erfiðlega gekk að ná fjórum síðustu kindunum þar sem þær voru komnar upp undir fjallseggjar þegar komið var í Keflavík. Allt hafðist þetta að lokum og voru þær allar fluttar sjóleiðina heim. Fleiri myndir hér. Myndir: Anna Bára Bergvinsdóttir