Grunnteikning af svæðinu, sett inn á loftmynd.
Nú fara framkvæmdir við verkefnið "Þar sem vegurinn endar" senn að hefjast. Þar sem svæðið kringum Útgerðarminjasafnið er gjarna leiksvæði barna, er mjög mikilvægt að foreldrar hafi eftirfarandi í huga:
- Erfitt er að verja framkvæmdasvæðið fyrir gangandi umferð, það mun því geta skapast hætta meðan unnið er með vélum á svæðinu.
- Mjög mikilvægt er að foreldar brýni fyrir börnum að vera ekki að leik á og við vinnusvæðið.
- Það er á ábyrgð okkar sem erum fullorðin að líta eftir og tryggja að ekki skapist slysahætta af þessu verkefni, því verða allir að leggjast á eitt að fylgjast með börnum og grípa inn í ef þau ætla inn á framkvæmdasvæðið.
Stefnan er að verkið vinnist hratt og vel og það verði ekki of langur tími þar sem hætta getur skapast.
Sveitarstjóri