- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Á dögunum var Grenilundi fært glæsilegt sjónvarp fyrir heimilisfólk. Það var Oddfellow reglan á Akureyri sem stóð fyrir þessari höfðinglegu gjöf, en það voru Einar Hjartarson og Gunnar Karlsson sem afhentu gjöfina. Sjónvarpinu hefur verið komið fyrir í sal þar sem það leysir af hólmi gamalt og minna tæki og munu íbúar Grenilundar vel njóta.
Gjöfin er öðrum þræði til minningar um Gísla Björnsson sem dvaldi á Grenilundi síðustu árin. Gefendum eru færðar alúðarþakkir fyrir gjöfina.