- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Síðustu árin hafa gatnagerðargjöld verið felld niður af lóðum við tilbúnar götur á Grenivík. Mikil eftirspurn hefur verið og lausum lóðum er mjög farið að fækka. Enn eru þó nokkrar eftir, m.a. við Ægissíðu, Stórasvæði og Lækjarvelli.
Sveitarstjórn bókaði svo á fundi sínum í gær:
"Sveitarstjórn samþykkir að framlengja ákvæði um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum við tilbúnar götur á Grenivík þannig; Að lóðir sem sótt er um fyrir árslok 2022 við tilbúnar götur á Grenivík beri ekki gatnagerðargjöld, enda sé framkvæmdatími í samræmi við skilmála í lóðarleigusamningi."
Það er því enn hægt að sækja um lóðir án gatnagerðargjalda, eða til áramóta. Skilmálar í lóðaleigusamningum gera ráð fyrir að framkvæmdir hefjist innan 12 mánaða og þeim ljúki innan 3ja ára frá undirritun lóðarleigusamnings.
Sótt er um lóð með einföldum tölvupósti á netfangið sveitarstjori@grenivik.is .