- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Trégrip ehf. hefur nú lokið við fyrri íbúðina í parhúsinu að Höfðagötu 2. Benedikt Sveinsson byggingameistari afhenti Þresti Friðfinnssyni sveitarstjóra, lyklana að íbúðinni á föstudaginn og voru báðir harla glaðir með sitt.
Seinni íbúðin er langt komin og verður væntanlega afhent snemma í mars. Verkið hefur því gengið hratt og vel en skv. verksamningi átti að afhenda íbúðirnar fyrir lok mars. Stefnt er að því að hafa opið hús þegar seinni íbúðin verður tilbúin og gefa íbúum hreppsins kost á að sjá hve ljómandi vel hefur tekist til.
Sveitarfélagið hefur selt tvær íbúðir, að Melgötu 4a og Lækjarvöllum 1b, þannig að leiguíbúðum í eigu hreppsins fjölgar ekki við þetta.