- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Unglingalandsmót UMFÍ 2016 var haldið í Borgarnesi síðustu helgi og óhætt að segja að liðsmenn Grenivíkur hafi staðið sig eins og best verður á kosið. Magni FC var með lið í flokki 15-16 ára pilta í fótbolta og gerðu þeir sér lítið fyrir og nældu í gull. Jón Þorri Hermannsson frjálsíþróttakappi keppti í sex einstaklingsgreinum og stóð sig með eindæmum vel, með eitt silfur í 80 m grind, og fimm gull í 100 m og 800 m hlaupi, spjótkasti, kúluvarpi og langstökki. Það er gaman að segja frá því að þrír feður hétu á syni sína og liðsfélaga þeirra í FC Magna og eru nú með munkaklippingu eftir sigurinn og drengirnir með mismunandi litanir, aflitanir og klippingar. Sögunni fylgir að fjarverandi feður séu velkomnir í hópinn þegar þeir koma til síns heima aftur. Myndir